Notkun spjaldtölva í námi og kennslu grunnskólanemenda á yngsta stigi með áherslu á læsi

Höfundar: Jóhanna Þorvaldsdóttir, Guðmundur Engilbertsson og Hermína Gunnþórsdóttir.

Greinin byggir á eigindlegri rannsókn í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Meginmarkmiðið var að öðlast skilning á notkun spjaldtölva í námi og kennslu grunnskólanemenda á yngsta stiginu með hliðsjón af upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi. Þótt niðurstöðum þurfi að taka með einhverjum fyrirvörum benda þær til að spjaldtölvur geti stutt nám og kennslu með ýmsum hætti – til dæmis aukið fjölbreytni í skólastarfi, þjálfað ýmsa færniþætti í námi og veitt aukin tækifæri til að efla upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi yngstu nemendanna.

Útgáfudagur: 28.11.2018

Lesa grein