Ævintýralegt jafnrétti. Starfendarannsókn í leikskóla

Höfundur: Anna Elísa Hreiðarsdóttir.

Í greininni er fjallað um starfendarannsókn sem var gerð á deild fjögurra ára barna á leikskóla á Akureyri. Skólinn var þátttakandi í þróunarverkefni um jafnrétti og kynjahugmyndir leikskólabarna. Markmið starfendarannsóknar höfundar var að efla kennarana sem fagmenn og auka færni þeirra í að þróa eigin starfshætti. Þátttakendur voru kennararnir og börnin á leikskóladeildinni. Niðurstöður sýndu að kennararnir urðu meðvitaðir um eigin hugmyndir um jafnrétti og jafnrétti sem viðfangsefni og að frumkvæði þeirra skipti miklu máli. Hæfni barnanna til gagnrýnnar umræðu jókst með verkefninu en dalaði fljótt ef henni var ekki haldið við.

Útgáfudagur: 27.8.2018

Lesa grein