Höfundur: Sigríður Margrét Sigurðardóttir.
Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem markmiðið var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu skólastjóra leik- og grunnskóla af stuðningi fræðsluyfirvalda sveitarfélaga, meðal annars, bæði við skólastjórana í starfi og til að sækja meistaranám í skólastjórnun. Viðtöl voru tekin við 14 skólastjóra sem höfðu starfað samtals í um 14 sveitarfélögum. Niðurstöður benda til þess að sá stuðningur sem skólastjórar fengu skipti þá miklu máli – hefði áhrif á hvernig þeir upplifðu starfið og hvernig þeim fannst sér ganga að sinna því. Skólastjórarnir töldu að stuðningurinn þyrfti að vera meiri, markvissari og betur lagaður að aðstæðum.
Útgáfudagur: 14.9.2018