Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara

Höfundar: Sigríður Ólafsdóttir, Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Hanna Ólafsdóttir.

Greinin fjallar um notkun snjalltækja í myndmenntakennslu. Bæði voru notkunarmöguleikar tækninnar í myndmennt skoðaðir og tækifæri til sköpunar. Niðurstöður leiddu í ljós að meginhlutverk snjalltækja er að styðja vinnuferli og verkefni nemenda – þau nýttust en koma ekki í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir í myndmennt. Notkun snjalltækja í myndmennt var takmörkuð og viðhorf kennara ólík til tækninotkunar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að upplýsingatækni og gagnvirkir miðlar geti eflt skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum bæði til að breyta nálgun og styðja hefðubundnar aðferðir.

Útgáfudagur: 19.12.2018

Lesa grein