Höfundar: Andri Rafn Ottesen og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
Tilefni greinarinnar er umræða um mögulegan kennaraskort í grunnskólum og einkum staða og fækkun kennslukarla í grunnskólum. Sagt er frá rannsókn þar sem rætt var við fjóra nýbrautskráða karla og þeim fylgt eftir fyrstu mánuðina í starfi. Viðmælendum fannst þeir fóta sig vel í starfi og voru ánægðir með leiðsögnina sem þeir fengu, þótt hún hefði ekki verið jafn formleg og mælt er með í fræðum og rannsóknum um leiðsögn. Mikilvægi markvissrar leiðsagnar fyrir nýliða í starfi er ekki kynbundið atriði heldur verður að leggja áherslu á að allir nýir kennarar fái góða leiðsögn á fyrstu skrefum sínum í nýju starfi – kynjaskipt leiðsögn væri einungis hluti af heildstæðu og vönduðu kerfi nýliðaþjálfunar.
Útgáfudagur: 27.03.2019