Höfundar: Ágústa Björnsdóttir og Jón Ingvar Kjaran.
Árið 2013 stofnuðu fimm nemendur með þroskahömlun kaffihúsið GÆS, í starfsnámi sínu í diplómanámi við Háskóla Íslands. Rannsóknin sem hér er fjallað um leitaðist við að draga fram og greina orðræðuna sem skapaðist í samfélaginu um kaffihúsið GÆS. Einnig var leitast við að sjá með hvaða hætti orðræðan mótaði reynslu stofnfélaganna fimm. Niðurstöður benda til þess að orðræðan hafi einkennst af jákvæðni í garð hópsins og var kaffihúsinu sýndur mikill áhuga og velvild. Orðræðan litaðist þó einnig af staðalmyndum um fólk með þroskahömlun. Álykta má að GÆS hafi átti þátt í að opna umræðu og breyta viðhorfum fólks.
Útgáfudagur: 11.06.2019