Höfundur: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir.
Rannsóknin byggir á gögnum úr starfendarannsókn sem unnin var í samstarfi við sjö leikskólakennara. Markmiðið var að kanna viðhorf þeirra til gilda og gildamenntunar, og skoða hvernig þeir miðla gildum til leikskólabarna. Niðurstöður sýna að leikskólakennararnir völdu að leggja áherslu á umhyggju, virðingu og aga. Þessi þrjú gildi þóttu styðja við félagsfærni barnanna. Kennararnir töldu sitt hlutverk í gildamenntun einkum felast í að vera góðar fyrirmyndir auk þess að nota hugtök sem börnin skildu. Gildamenntunin sem var frekar dulin í upphafi rannsóknarinnar en varð skýrari eftir því sem á leið.
Útgáfudagur: 23.10.2020