Þekking og aðferðir grunnskólakennara á Íslandi í stuðningi við nemendur með ADHD

Höfundar: Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, Erla Karlsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir.

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða grunnskólakennara sem kenndu nemendum með ADHD – að meta hvaðan þekking þeirra um röskunina kæmi, hversu vel undirbúnir þeir teldu sig vera fyrir kennslu þessa nemendahóps, áherslur þeirra og aðferðir við stuðning við nemendur. Marktæk tengsl komu fram milli svara þátttakenda og starfsaldurs þeirra. Meðal annars kom í ljós að fleiri kennarar með styttri starfsaldur sögðust sækja þekkingu á ADHD til náms síns en kennarar sem starfað höfðu lengur. Niðurstöður bentu jafnframt til þess að kennarar gætu haft gagn af starfsþróun á þessu sviði.

Útgáfudagur: 10. 9.  2021

Lesa grein