„Þá má ekki missa kúlið“ Tilfinningar og tilfinningavinna grunnskólakennara

Höfundar: Kristín Björnsdóttir og Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir.

Í greininni eru skoðaðar tilfinningar og tilfinningavinna kennara og bent á hvaða þættir stjórna þeim. Niðurstöður eru settar í samhengi við kenningar um tilfinningahagkerfi og tilfinningavinnu. Niðurstöðurnar benda til þess að tilfinningar kennara sveiflist í samræmi við álagspunkta skólaársins. Kennarar þurfa að hafa stjórn á tilfinningum sínum í samskiptum við stjórnendur, nemendur og foreldra og þurfa oft að sætta ólík sjónarmið. Mikilvægt er að skoða tilfinningar og tilfinningavinnu í skólastarfi svo mögulegt sé að skapa betra vinnuumhverfi öllu skólastarfi í hag.

Útgáfudagur: 22. 12. 2021

Lesa grein