Höfundar: Logi Pálsson og Jóhanna Thelma Einarsdóttir.
Mat á málþroska gegnir mikilvægu hlutverki í greiningu og meðferð barna með röskun á einhverfurófi. Í rannsókninni, sem sagt er frá í þessari grein, var málþroski 10 einhverfra barna athugaður. Niðurstöður sýndu fylgni milli málþroskatölu og prófþátta við mælieiningar úr sjálfsprottnu tali. Villugreining úr málsýnum gefur til kynna a einhverf börn geri villur af svipaðri gerð og dæmigerðir jafnaldrar en töluvert meira af þeim. Málfræðivillur í málsýnum eru mikilvæg viðbót við upplýsingar sem fást með stöðluðum prófum en frekari rannsókna er þörf.
Útgáfa: 31. 12. 2021