Höfundar: Soffía H. Weisshappel, Ingibjörg V. Kaldalóns og Ingvar Sigurgeirsson.
Viðfangsefni greinarinnar er að varpa ljósi á viðhorf foreldra til starfshátta í grunnskóla sem hefur áhugadrifið nám að yfirlýstu markmiði. Niðurstöður sýndu að foreldrar voru almennt ánægðir með starfshætti skólans. Einkum áherslu á mannrækt sem hefur skilað sér í persónulegum vexti nemenda, þrautseigju, ábyrgð og almennri gleði. Foreldrar töluðu sérstakleg um að nemendur væru minntir á að eigið hugarfar og eljusemi skipti sköpum varðandi árangur og upplifðu um leið að raddir nemenda skiptu máli. Áherslur skólans á tækniþróun þóttu þó nokkuð krefjandi bæði fyrir nemendur og foreldra sem flækti eftirfylgni með náminu.
Útgáfudagur: 31. 12. 2021