Reynsla kvenna af kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum: Berskjöldun og áhrif á skólagöngu

Höfundar: Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir

Reynsla kvenna af kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum: Berskjöldun og áhrif á skólagöngu

Niðurstöður nýrrar greinar í Netlu benda til þess að berskjöldun sem felst í ungum aldri, lítilli reynslu af samböndum og skorti á kynfræðslu, geti gert þolendum kynferðisofbeldis í nánum samböndum unglinga erfitt fyrir að koma auga á að um ofbeldi sé að ræða. Kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga er samfélagslegt vandamál sem lítið hefur verið rannsakað hérlendis. Greinin byggir á reynslu 10 kvenna sem voru beittar kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar og leitast verður við að svara spurningunum: Með hvaða hætti upplifðu viðmælendur berskjöldun í tengslum við kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar og hvaða afleiðingar hafði ofbeldið varðandi skólagöngu þeirra? Berskjöldun kvennanna átti þátt í því að þeim þótti upplifun sín jafnvel eðlilegur hluti þess að vera í nánu sambandi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda enn fremur til þess að reynsla af kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsaldri geti haft alvarleg áhrif á skólagöngu brotaþola en ofbeldið hafði áhrif á skólagöngu allra kvennanna sem rætt var við og helmingur þeirra hætti alveg námi í kjölfarið.

Útgáfudagur: 23.12.2017