Höfundar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir.
Í þessari grein er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í skólunum og starfsaðstæður kennara og barna. Rekstrarlegir þættir þrýsta á um fulla nýtingu leikskóla allan ársins hring og það skapar sérstakar aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir á öðru skólastigi. Spurningakönnun var lögð fyrir 110 leikskólastjóra þar sem markmiðið var að kanna áhrif sumarlokunar á starf og starfsaðstæður í leikskólum. Helstu niðurstöður eru að það skiptir máli fyrir starfið í leikskólunum hvort þeir loka að sumrinu eður ei, hve lengi þeir loka og á hvaða tímabili. Í niðurstöðum gætir ákveðinna þversagna. Skólastjórar hafa orð á margvíslegum áhrifum ytri ákvarðana en telja þær ekki hafa mikil áhrif á faglegt starf. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikilvægt sé að skoða betur áhrif sumarlokunar á faglegt starf skólanna og starfsaðstæður kennara og barna.
Útgáfudagur: 19.09.2016