Viðhorf leikskólastarfsmanna til málörvunar barna sem hafa íslensku sem annað mál

Höfundar: Sigríður Ólafsdóttir, Jóhanna Thelma Einarsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir.

Niðurstöður íslenskra rannsókna benda til að leikskólabörn með annað heimamál en íslensku, ísl2 börn, nái almennt ekki góðum tökum á íslensku þrátt fyrir langan dvalartíma í leikskólum Því er mikilvægt að kanna hvert viðhorf leikskólastarfsmanna er til þess hlutverks þeirra að gefa ísl2 börnum tækifæri til að læra íslensku með fjölbreytilegum leiðum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu, reynslu og faglegt sjálfstraust leikskólastarfsmanna til málörvunar ísl2 barna. Niðurstöður sýndu að ófaglært starfsfólk taldi sig verja meiri tíma með ísl2 börnum en leikskólakennarar. Þátttakendur töldu öll að samræður, söngur og lestur væru mikilvægir þættir málörvunar, ásamt vinnu með orðaforða.

Útgáfudagur: 17. 5. 2022

Lesa grein