Höfundur: Hrönn Pálmadóttir.
Greinin er byggð á rannsókn þar sem leitast var við að skilja hvaða merkingu foreldrar með fjölbreyttan bakgrunn leggja í reynslu sína af samskiptum og þátttöku við upphaf leikskólagöngu barna sinna. Í rannsókninni var stuðst við hugtakið fullgildi sem er þýðing á enska hugtakinu belonging. Tekin voru viðtöl við foreldra sex barna undir tveggja ára aldri með erlendan og/eða íslenskan bakgrunn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upphaf leikskólagöngu fól í sér miklar breytingar á lífi fjölskyldnanna. Val á leikskóla, þátttökuaðlögun og skipulag leikskólastarfsins sköpuðu mikilvægan grunn fyrir væntingar foreldranna af samskiptum og þátttöku í samfélagi leikskólans í framhaldinu.
Útgáfudagur: 16. 8. 2022