Höfundar: Svava Pétursdóttir, Svala Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Svanborg R. Jónsdóttir og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir.
Þrír grunnskólar austast og vestast í Reykjavík; Ingunnarskóli, Selásskóli og Vesturbæjarskóli, standa að þróunarstarfi um innleiðingu á sköpunarsmiðjum (e. makerspaces). Þar er kallað eftir atbeina nemenda og lögð áhersla á sköpun. Stefnt er að bættu námsumhverfi, aukinni samvinnu, sjálfstæði nemenda, skapandi efnistökum við lausn verkefna, tækninotkun og samþættingu námsgreina. Kennarar hafa komið saman í menntabúðum til að kynna sér efnivið, tæki, hugbúnað og kennsluhugmyndir og gert ýmsar tilraunir tengdar smiðjustarfi í sinni kennslu. Hér segir frá könnun á viðhorfi kennara til verkefnisins á miðri leið. Í inngangsköflum er gerð grein fyrir félagslegri vistfræðisýn á kennsluhætti og í ályktunum um niðurstöður stuðst við hana. Dregið er fram hvernig þættir í nærkerfi, grenndarkerfi, ytra kerfi og lýðkerfi skólanna þriggja gætu haft áhrif á þróunarstarfið
Útgáfudagur: 31. 12. 2022