Höfundar: Guðbjörg Pálsdóttir, Ingibjörg Kaldalóns og Bryndís Jóna Jónsdóttir.
Í þessari grein er sjónum beint að velfarnaði (e. well-being) grunnskólakennara. Velfarnaður er ekki eingöngu mikilvægur fyrir kennara sjálfa heldur hefur hann einnig áhrif á líðan nemenda og velgengni þeirra í námi. Markmiðið með rannsókninni var að öðlast aukinn skilning á velfarnaði grunnskólakennara með því að skoða hversu vel PERMA-velfarnaðarkenning Seligman nær yfir velfarnað kennara sem meta sig hamingjusama í lífi og starfi. Niðurstöður sýndu að PERMA nær ekki fyllilega að fanga þá þætti sem viðmælendur telja mikilvæga fyrir velfarnað sinn þó kenningin geti verið gagnlegur rammi til að varpa ljósi á þá einstaklingsbundnu og félagslegu þætti sem stuðla að velfarnaði. Mikilvægt er að kennarar fái tækifæri til að auka þekkingu sína og getu til að huga að eigin velfarnaði.
Útgáfudagur: 31.12. 2022
Lesa grein