Undir berum himni. Ígrundun og áskoranir háskólanema

31.12. 2022

Jakob Frímann Þorsteinsson, Hervör Alma Árnadóttir, Karen Rut Gísladóttir og Ólafur Páll Jónsson

Undir berum himni. Ígrundun og áskoranir háskólanema

Innan menntakerfa hefur sjónum verið beint að mikilvægi þess að skapa umhverfi og aðstæður til að auka hæfni nemenda til að takast á við óvissu og krefjandi áskoranir samtímans – hvort sem það er á sviði umhverfismála, heimsfaralduras eða annarra þátta. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að útilíf og útimenntun undir leiðsögn geti verið gagnleg og öflug leið til að vinna með slíka hæfni.
Tilgangur þessarar greinar er að benda á mikilvægi námsumhverfis og skapandi leiða til þess að mæta samtímakröfum við menntun háskólanemenda. Markmiðið er að varpa ljósi á hlutverk ígrundunar við að draga fram möguleika til náms og þroska sem felast í að dvelja úti í náttúrunni. Greinin byggir á gögnum frá 58 nemendum sem tóku þátt í námskeiðinu Ferðalög og útilíf við Háskóla Íslands. Niðurstöður benda til að náttúran sé sterkur meðleiðbeinandi þegar unnið er með nemendum við að styrkja persónulegan og faglegan vöxt.