Táknræn eða raunveruleg þátttaka grunnskólabarna: Sýn barna á réttindi og lýðræðislega þátttöku í skóla

25.2. 2023

Elín Helga Björnsdóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir

Táknræn eða raunveruleg þátttaka grunnskólabarna: Sýn barna á réttindi og lýðræðislega þátttöku í skóla

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur mannréttindasamningur sem snertir börn. Fræðimenn telja að sá réttur barna sem eigi hvað mest undir högg að sækja varði lýðræðisákvæði hans. Meðal annars er algengt að ákvarðanir sem tengjast málefnum barna séu teknar án samráðs við þau.
Fyrir árið 2030 eiga öll sveitarfélög hér á landi að hafa hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans og er ein leið til þess að nýta hugmyndafræði svonefnds réttindaskóla. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu og þekkingu barna á lýðræðislegri þátttöku og ávinning af fræðslu í skólum um Barnasáttmálann. Helstu niðurstöður sýna að þátttakendur virðast kunna skil á innihaldi þeirra réttinda sem Barnasáttmálinn veitir og er skilningur þeirra almennt góður. Álykta má að fræðsla sé forsenda þess að innleiðing Barnasáttmálans njóti velgengni og er von höfunda að rannsóknin stuðli að jákvæðara viðhorfi til skoðana og þátttöku barna.