Fagleg leiðsögn í kennaranámi

31.10.2002
Auður Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir
Fagleg leiðsögn í kennaranámi
Í greininni er fjallað um hlutverk leiðsagnarkennara, kennara sem tekur við kennaranemum og er þeim til leiðsagnar, fyrirmyndar og stuðnings. Sagt er frá evrópska samstarfsverkefninu APartMent og auknum áherslum á þátt vettvangsnáms í kennaranámi.