1.11.2004
Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir
Yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga: Valddreifing eða miðstýring?
Í greininni segir frá rannsókn höfunda á viðhorfum kennara, foreldra, millistjórnenda og skólastjórnenda til áhrifa af flutningi grunnskóla til sveitarfélaga. Viðhorfin eru jákvæð en í fjölmennum sveitarfélögum töldu kennarar afskipti fræðsluyfirvalda of mikil og hlutdeild kennara í stefnumótun of lítil. Þá þykja skólastjórar hafa minni tíma en áður til að sinna faglegu forystuhlutverki.