Nýr skóli á nýrri öld: Þróun náms- og kennsluhátta við Ingunnarskóla

28.6.2004
Eygló Friðriksdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hrund Gautadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir
Nýr skóli á nýrri öld: Þróun náms- og kennsluhátta við Ingunnarskóla
Í greininni segir frá mótun skólastarfs við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík. Hönnun skólahúss sem nú er í byggingu er grunduð á hugmyndum um sveigjanlega náms- og kennsluhætti á nýrri öld. Byggt er á samkennslu árganga, opnum rýmum þar sem allir nemendur eiga athvarf við vinnuborð og skáp, áherslu á samþættingu námsgreina og löngum námslotum í stundatöflu svo eitthvað sé nefnt. Höfundar starfa við skólann.