Virðingarsess leikskólabarna: Þekking á barnaefni, kynjun og lagskipting í tveimur leikskólum

31.8.2015
Þórdís Þórðardóttir
Virðingarsess leikskólabarna: Þekking á barnaefni, kynjun og lagskipting í tveimur leikskólum
Markmið rannsóknar þeirrar sem hér er greint frá er að varpa ljósi á hvernig mismunandi þekking leikskólabarna á barnaefni getur tengst kyni, uppruna og félagslegri stöðu þeirra í leikskóla. Spurt var: Þekking á hvers konar barnaefni er líklegust til að skapa fjögurra til fimm ára börnum virðingarsess í leikskóla? Athugað var hvernig þekking fjórtán barna á því aldursbili í tveimur leikskólum í Reykjavík á barnabókum, mynddiskum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum birtist í frjálsum leik og skapandi starfi. Virðingarsessinn var notaður sem mælitæki á félagslega stöðu barnanna og mældur út frá viðbrögðum jafningjahópsins við tilvísunum í barnaefni eftir því hvernig jafningjahópurinn staðfesti tilvísanir í barnaefnið, hafnaði þeim eða hundsaði þær.