„Átthagarnir eru hverjum manni miðstöð heimsins“: Hugmyndir íslenskra skólamanna á síðasta hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu um grenndaraðferð í skólastarfi

22.11.2015
Ruth Margrét Friðriksdóttir og Bragi Guðmundsson
„Átthagarnir eru hverjum manni miðstöð heimsins“: Hugmyndir íslenskra skólamanna á síðasta hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu um grenndaraðferð í skólastarfi
Hvaða hugmyndir höfðu íslenskir skólamenn um grenndaraðferð og grenndarkennslu á áratugunum í kringum aldamótin 1900? Hvernig birtust þessar hugmyndir og að hvaða marki í tímaritum á þeim tíma? Hverjar eru rætur hugmynda íslenskra skólamanna um nýtingu nánasta umhverfis til náms? Til að fá svör við þessum spurningum var farið yfir skóla- eða menntatímarit og fáein rit önnur og skoðað efni tengt grenndaraðferð eða grenndarkennslu. Í ljós kemur að íslenskir skólamenn höfðu margar og býsna fjölbreyttar hugmyndir um ágæti þess að nýta grenndina við kennslu og rökstuddu kosti þess gjarnan með vísun í uppeldisfræðileg sjónarmið. Í skrifum nokkurra þeirra má jafnframt greina sterka þjóðerniskennd, tengsl við vaxandi félagshreyfingar og áherslu á ættjarðarást. Helstu námsgreinar sem höfundar tengja við grenndaraðferð eða grenndarkennslu eru saga, náttúrufræði, landafræði og átthagafræði.