Námssögur: Tæki til að meta áhuga, virkni og líðan barna í leikskóla

Höfundar: Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir.

Greinin fjallar um starfendarannsókn sem fór fram samhliða þróunarverkefni í átta leikskólum í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjórar leikskólanna, 23 talsins, tóku þátt í rannsókninni ásamt höfundum þessarar greinar; lektor við Háskóla Íslands og leikskólafulltrúa Garðabæjar. Markmiðið var að þróa skráningu á námssögum og fylgjast með því hvernig deildarstjórarnir öðluðust færni í að skrá námssögur um hvert barn og framfarir þess en einnig hvernig þeim gengi að meta nám barnanna í samvinnu við foreldra og börnin sjálf. Þróun starfsaðferða við mat á námi barna var rædd og metin á mánaðarlegum fundum. Gagna var aflað með skráningu fundargerða, mati þátttakenda, ljósmyndum, myndböndum og námssögum sem þátttakendur ræddu og ígrunduðu á fundunum. Niðurstöður benda til þess að deildarstjórarnir hafi aukið færni sína í að skrá námssögur. Með þátttöku í verkefninu hafi þeir öðlast betri skilning á námi barna og innsýn í hugarheim þeirra. Áform voru uppi innan leikskólanna um að halda vinnunni áfram.

Útgáfudagur: 31.12.2015

Lesa grein