Kennsluaðferðir í íslenskum og finnskum grunnskólum

20.2.2009
Hafsteinn Karlsson
Kennsluaðferðir í íslenskum og finnskum grunnskólum
Í greininni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á kennsluháttum í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum. Rannsóknin var gerð veturinn 2006–2007. Rannsóknarspurningin var: Hvað einkennir helst kennsluhætti í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum og að hvaða leyti er munur þar á?