„… Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð“: Um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum

31.12.2010
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir
„… Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð“:
Um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum

Í þessari grein er fjallað um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum og sjónum beint að því hvers konar ljóð grunnskólabörn vilja helst fást við. Í því sambandi er vísað til erlendra og innlendra rannsókna og vakin athygli á nokkrum nýlegum íslenskum og þýddum ljóðabókum fyrir börn og unglinga. Gefin eru dæmi um ljóð og bent á leiðir til að vinna með þau í kennslu.