Hverjir kenna íslensku, hver er menntun þeirra og hver eru tengsl menntunar og starfsöryggis?

31.12.2010
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Sigurður Konráðsson
Hverjir kenna íslensku, hver er menntun þeirra og hver eru tengsl
menntunar og starfsöryggis?

Rannsókn sem hér er lýst tók til allra grunnskólakennara og gefur til kynna að um 84% þeirra hafa kennt íslensku sem bekkjarkennarar og 37% sem greinakennarar. Mat á eigin getu við íslenskukennsluna hélst í hendur við menntun kennaranna á þessu sviði. Stór hluti þeirra sem síst treystu sér til að kenna íslensku höfðu kennt hana.