Höfundur: Kristín Bjarnadóttir
Ágrip: Ferill nítjándualdarstærðfræðingsins Björns Gunnlaugssonar (1788–1876) er einstakur. Hann naut aldrei skólavistar á Íslandi en náði óvenjulegum tökum á stærðfræði, að mestu með sjálfsnámi, áður en hann settist í Kaupmannahafnarháskóla, 29 ára að aldri. Þar vann hann til tvennra gullverðlauna fyrir stærðfræðiþrautir. Hann kenndi stærðfræði við Bessastaðaskóla og Lærða skólann í Reykjavík um fjörutíu ára skeið og landmælingar hans voru grunnur að Íslandskortum í hálfa öld. Bók hans um stærðfræði, Tölvísi, var gefin út er hann var orðinn 77 ára að aldri. Tölvísi,sem er meginviðfangsefni greinarinnar, bregður ljósi á hversu mikils Björn mat stærðfræðina og á heimspekilega og trúarlega afstöðu hans til stærðfræðilegra hugtaka og lögmála.
Útgáfudagur: 31.12.2012