Óboðinn gestur í orðræðu um börn

Höfundur: Gunnlaugur Sigurðsson

Ágrip: Í sjálfsprottinni umræðu í kennslustund á Menntavísindasviði Háskóla Íslands þar sem Óli prik kemur óvænt til skjalanna eru tvö lykilhugtök í boði, uppeldi og menntun. Annað þeirra verður tilfallandi fyrir valinu og umræðan fer fram á merkingarsviði þess en tekur óvænta stefnu vegna þriðja hugtaks sem sprettur, að því er virðist, óumhugsað upp innan þessa merkingarsviðs og reynist hafa afgerandi áhrif á framvindu umræðunnar. Í ljósi kenninga Platons, Rousseau, Alice Miller og Peter Winch reynir höfundur að draga fram ástæður þess að þetta hugtak fær svo ráðandi hlutverk. Greiningin leiðir í ljós samband hugmynda okkar og orða um börn og samband hugmynda okkar, gjörða okkar og félagslegra tengsla við börn.

Útgáfudagur: 28.9.2012

Lesa grein