Höfundur: Þuríður Jóhannsdóttir.
Ágrip: Hér segir frá því hvernig kennarnemar lærðu að starfa sem kennarar þegar þeir unnu sem leiðbeinendur í skólum jafnframt því að stunda kennaranám í fjarnámi sem skipulagt var með reglubundnum staðlotum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á aðstæður kennaranema sem starfa á vettvangi og var byggt á menningarsögulegri starfsemiskenningu sem hefur reynst vera gagnlegt verkfæri til að greina samspil einstaklingsbundinna og samfélagslegra þátta í þróun og námi. Á grundvelli greiningarinnar voru þróaðar tilgátur um atriði sem mestu máli skipta í því ferli að læra til starfa sem kennari.
Útgáfudagur: 15.4.2012