Höfundur: Edda Kjartansdóttir
Ágrip: Greinin er skrifuð frá sjónarhjóli nemanda sem fær köfnunartilfinningu þegar rammar fræðaheimsins þrengja að. Höfundur fjallar um glímu sína við þá ramma í háskólanámi með hliðsjón af hugmyndum Laurel Richardson. Richardson telur að túlkun á rannsóknargögnum megi birta með ýmsu móti og upp úr gögnum greinarhöfundar spratt saga af spakviturri hænu og nöldrandi spurningarmerki. Þetta tvíeyki fór í ferðalag í fylgd stúlkunnar Birtu til að reyna að varpa ljósi á hvernig fargið, sem Birtu finnst að hvíli á kennurum, er sett saman. Greinin er byggð á erindi í Ritveri á Menntavísindasviði Háskóla Íslands 8. nóvember 2010 og M.Ed.-ritgerð höfundar.
Útgáfudagur: 30.10.2012