Höfundur: Magnús Þorkelsson
Ágrip: Röðun skóla (e. ranking) er vel þekkt víða um heim. Á Íslandi var henni beitt vorið 2011 af blaðinu Frjálsri verslun (FV) og aftur 2012. Greinin fjallar um röðun sem aðferð og lítur á alþjóðlega umræðu um
efnið. Hún lýsir þáttum sem varða íslenska skólakerfið og röðun skóla. Að því búnu rekur hún inntak og aðferðir íslensku kannananna 2011 og 2012 og leiðir að þeirri niðurstöðu að þær standist ekki samanburð við röðun í öðrum löndum. Aðferðafræðin sé of einföld, gögn ekki gagnleg og ekki gefi haldbæra niðurstöðu að raða skólum í eina töflu. Kallað er eftir því að stjórnvöld og skólar búi til gott kerfi.
Útgáfudagur: 10.9.2012