Höfundur: Guðmundur Ævar Oddsson
Ágrip: Greinin varar við varhugaverðri þróun í íslensku háskólasamfélagi, því sem höfundur nefnir McDonalds-væðingu háskólanáms. Höfundur leggur út frá eigin reynslu og kenningu bandaríska félagsfræðingsins George Ritzer. Mat höfundar er að íslenskir háskólar þróist í þá átt að verða skyndimenntunarstaðir. Undirrótin er ásamt fleiru ofuráhersla á hagræðingu og vöruvæðingu háskólamenntunar. Lausn höfundar felst í því að auka kröfur til nemenda og kennara og hætta að reka háskóla eins og framleiðslufyrirtæki. Pistillinn var skrifaður í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri.
Útgáfudagur: 10.9.2012