Höfundar: Hildigunnur Bjarnadóttir og Margrét Sverrisdóttir.
Greinin fjallar um hóp grunnskólakennara sem þróaði starf sitt með samvinnunámi í kennslu. Hópurinn varð til í tengslum við meistaraprófsritgerðir höfunda sem þeir skrifuðu veturinn 2010–2011. Um er að ræða tvær sjálfstæðar starfendarannsóknir sem tengdust á þann hátt að rannsakendur tóku báðar þátt í þróunarvinnu í samvinnu við aðra kennara um að auka hlut samvinnunáms í skólastarfinu. Því er lýst hvernig hópi kennara gengur að tileinka sér hugmyndafræði og aðferðir samvinnunáms og miðla reynslu sinni innan hópsins.
Útgáfudagur: 6.9.2013