Fleiri vindar blása: Viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012

Höfundar: Árný Helga Reynisdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.

Höfundar þessarar greinar tóku viðtöl við tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til að varpa ljósi á reynslu þeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Niðurstöður benda til þess að hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert og viðhorf nemendanna líka, þeim finnst ekki lengur „merkilegt“ að vera í framhaldsskóla, þeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síður pólitískt meðvitaðir. Aðalnámskráin frá 1999 var flestum viðmælendum minnisstæð og ný aðalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvæða dóma, þótt ýmislegt hafi þótt óljóst um hvernig ætti að útfæra suma þætti hennar í skólastarfinu.

Útgáfudagur: 3.10.2013

Lesa grein