Skóli gegn skólakerfi: Um baráttu Menntaskólans á Akureyri gegn nýmælum fræðslulaganna 1946

Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson.

Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri (1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu og persónusögu stjórnenda, bæði Menntaskólans og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hér er þess freistað að líta á atburði úr meiri fjarlægð, túlka hagsmuni skólanna tveggja og nemenda þeirra í tengslum við þróun gagnfræðastigsins og nýtt skólakerfi samkvæmt fræðslulögum frá 1946. Jafnframt gefst í greininni tilefni til að tengja söguefnið atriðum sem enn eru til umræðu í menntamálum: hvort sé betra samræmt skólakerfi eða ólíkir valkostir, hvort sjálfræði einstakra skóla hæfi betur einkaskólum en opinberum skólum, hvort gott sé að stytta röskum nemendum leið um skólakerfið og hvort gott sé að eftirsóttir skólar geti valið úr nemendum.

Útgáfudagur: 31.12.2013

Lesa grein