Hvílík snilld! Íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum og einkenni þess

Höfundar: Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson.

Í greininni segir frá rannsókn á málfari í umfjöllun um íþróttir í fjölmiðlum. Notuð er orðræðu- og textagreining og leitað fanga í fræðigreinum eins og stílfræði, málsálarfræðum og félagsmálfræði. Unnið var úr efni úr prentmiðlum og útvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) frá árinu 2008, auk viðbótargagna úr vefmiðlum frá árinu 2012. Þrír flokkar einkenna fundust, auk fyndni sem líta má á sem eins konar yfireinkenni. Fyrsti flokkurinn er ýkt orðafar, sem greinist í ýkjur og afdráttarleysi, hástigsnotkun og hástigsmerkingu, og tvöfaldar eða viðbættar ýkjur. Annar flokkurinn er nýjungar í máli, sem skiptist í nýyrði, ný orðatiltæki, nýmerkingar og nýjungar í málfræði. Þriðji flokkurinn fjallar um skáldmál, þar á meðal stuðla, rím og orðaleiki, auk vísana í bókmenntir; aðrar íþróttir; átök – meðal annars hermennsku, afbrot og aftökur; samskipti; umferð og tæki; og loks náttúru.

Útgáfudagur: 31.12.2013

Lesa grein