Birt 07.09.2016
Ritstjórn sérrits um útinám
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2015 – Um útinám er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórn skipuðu Kristín Björnsdóttir (ritstjóri) og Steingerður Ólafsdóttir. Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir annaðist verkefnisstjórn með útgáfunni fyrir hönd Menntavísindastofnuar Háskóla Íslands. Robert Berman og Torfi Hjartarson, tveir af þremur ritstjórum Netlu, önnuðust yfirlestur á lokastigi, lokafrágang og birtingu.
Fimm greinar
Greinar í sérritinu eru sex talsins, þar af fimm ritrýndar. Auk almenns handritalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Að minnsta kosti annar sérfræðingurinn starfar ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Ritstýrðar greinar eru rýndar af ritstjórn og einum sérfræðingi.
Kristín Norðdahl
Hlutverk útiumhverfis í námi barna
Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að rannsaka hlutverk útiumhverfis í námi barna frá fjórum mismunandi sjónarhornum, það er sjónarhorni stefnumótenda, sjónarhorni barna og kennara og loks út frá notkun kennara á útiumhverfinu. Í því skyni voru gerðar fjórar sjálfstæðar hlutarannsóknir. Í fyrstu hlutarannsókninni var athugað hvað einkenndi orðræðu um hlutverk útiumhverfis í námi barna í stefnuskjölum yfirvalda, bæði á landsvísu og í einstökum sveitarfélögum. Í annarri hlutarannsókninni voru hugmyndir 25 leik- og grunnskólakennara um hlutverk útiumhverfis athugaðar með viðtölum. Í þriðju hlutarannsókninni voru hugmyndir og óskir 16 leik- og grunnskólabarna um hvað þau vildu gera úti athugaðar með viðtölum og vettvangsathugunum.
Gerður G. Óskarsdóttir
Grennd skóla sem uppspretta náms: Samanburður á tengslum skóla og nærumhverfis í Minnesota og á Íslandi
Heilt þorp þarf til að ala upp barn, segir máltækið. Með tengslum skóla og grenndar eða útinámi er leitast við að auðga námsreynslu nemenda og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Markmið þessarar samanburðarrannsóknar er að varpa ljósi á tengsl grunnskóla við nærumhverfið, bæði náttúru og mannlegt samfélag, í Minnesota í Bandaríkjunum og á Íslandi og bera saman framkvæmd þeirra tengsla í þessum löndum. Tilgangurinn er meðal annars að benda á hvað skólar geti lært hver af öðrum. Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur á grunnskólastigi, alls níu í Minnesota og sjö á Íslandi, og stuðst við niðurstöður úr spurningakönnunum meðal kennara, nemenda og foreldra í 20 grunnskólum hér á landi.
Hervör Alma Árnadóttir og Sóley Dögg Hafbergsdóttir
Hjarta mitt sló með þessum krökkum: Reynsla leiðbeinenda af hópvinnu með ungmennum úti í náttúrunni
Starfrækt hafa verið hér á landi tvö meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga tengd hugmyndafræði ævintýrameðferðar. Úrræðin hafa verið kennd við aðferðir reynslunáms sem felast í því að hópurinn vinnur helst úti í náttúrunni og er ígrundun viðamikill þáttur starfsins. Markmiðið er að hópurinn og einstaklingarnir þroskist með því að taka þátt í ferli og læri af þeirri reynslu sem þar býðst. Að lokum er reynslan ígrunduð og yfirfærð á önnur lífsverkefni. Greinin er byggð á niðurstöðum rannsóknar á reynslu fagmanna sem hafa leitt meðferðarhópa fyrir börn og unglinga, en þar er leitast við að svara því hvaða þekkingu og tilfinningalegu hæfni þurfi til þess að ná árangri.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Integrated learning in schools and leisure-time centres: Moving beyond dichotomies
Leisure-time centres for young school children operate on the periphery of the education system and are built on a leisure-time pedagogy that is inherently experiential and child-centred. When exploring views towards the young learner, two main frameworks come to the surface: the traditional developmental framework that looks at children as vulnerable subjects, and the social framework that recognizes children as active subjects. The author delineates a new conceptual philosophy for learning, namely integrated learning, which rejects the above dichotomies between formal and in-formal, objects and subjects. Such a framework describes the learning trajectories of children and serves to guide interdisciplinary professional collaboration between schools and leisure-time centres.
Ólafur Páll Jónson
Space for play: The dilemma of radical outdoor education
The continuity thesis and radical outdoor education refer to two views of education, both of which seem plausible (and both of which are variously supported by empirical evidence). The first emphasizes continuity while the second emphasizes a sharp break with continuity. While the continuity thesis seems initially plausible, it is incompatible with the claim that radical educational settings, which make a sharp break with previous experience, are conducive to learning. The author refers to this as the dilemma of radical educational settings.
Ritstýrðar greinar
Ævar Aðalsteinsson og Jakob Frímann Þorsteinsson
Útivist í þéttbýli: Saga, gildi og tækifæri
Vaxandi áhugi er meðal almennings á útivist og aukin áhersla er á útinám í tómstunda- og skólastarfi. Í greininni er fjallað um sögu og þróun útivistarsvæða og rýnt í hlutverk þeirra, gildi og notkun í fortíð, nútíð og framtíð. Útivistarsvæði í og við þéttbýli eru fjölbreytt og gegna mikilvægu og fjölþættu hlutverki sem nauðsynlegt er að skilja og meta. Sagt er frá rannsóknum er tengjast útivist, útilífi og útvistarsvæðum. Þær benda til fjölbreyttra áhrifa, meðal annars á heilsu og samfélag, auk þess sem útivistarsvæðin eru sett í sögulegt og félagslegt samhengi. Fjögur ólík útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis eru skoðuð sérstaklega og þau greind og rædd.ættir sem kannaðir voru. Í greininni er fjallað um meginmarkmið verkefnisins og rannsóknaraðferðir auk niðurstaða úr vefkönnun um skjá- og vefnotkun barna.