NETLA

VEFTÍMARIT UM UPPELDI OG MENNTUN

Nýjar greinar

Um Netlu

Veftímaritið Netla er um uppeldi og menntun, útgáfan spratt af starfi áhugahóps um útgáfu vefrits við Kennaraháskóla Íslands við upphaf nýrrar aldar. Stofndagurinn 9. janúar 2002 var valinn með hliðsjón af sextugsafmæli Ólafs Proppé rektors Kennaraháskóla Íslands. Hann birti á sínum tíma stutt ávarp í tilefni af opnun tímaritsins. 

Fimm manna ritstjórn stýrði ritinu fyrstu árin eins og sjá má í yfirliti um ritstjórn allt frá stofnun. Þann 28. mars 2006 var undirritaður samstarfssamningur Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, Kennarasamband Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands um útgáfuna og einn ritstjórnarmanna tók að sér hlutverk ritstjóra og leiddi hópinn næstu sex ár. Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð að baki útgáfunni eftir samruna Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands og í ársbyrjun 2012 var haldið upp á tíu ára afmæli ritsins með veglegum hætti. Við þau tímamót var ritið fært í nýjan búning og laut næstu fjögur árin ritstjórn þriggja ritstjóra auk annarra ritstjórnarmanna. Einn ritstjóranna annaðist greinar og annað efni á ensku en hinir tveir, allt íslenskt efni, samskipti og útgáfu á vef. 

Frá árinu 2016 fara einn eða tveir ritstjórar með ritstjórn Netlu hverju sinni. Ritstjórar njóta stuðnings ritnefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Hafa samband